Innlent

Óveður á heiðum norðanlands

Óveður er á Holtavörðuheið og  á Öxnadalsheið, þar er ekkert ferðaveður. Á Suðurlandi eru víða hálkublettir. Á Vesturlandi er hálka á Bröttubrekku. Varað er við snjóflóðahættu á Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði og á Óshlíð. Vegagerðin biður vegfarendur um að vera ekki að ferðast þar að nauðsynjalausu.

Á Vestfjörðum er beðið með mokstur á Steingrímsfjarðarheiði vegna veðurs.

Eyrarfjall er ófært. Hálka og éljagangur á Klettshálsi. Á Norður-og Norðausturlandi er hálka á Vatnsskarði og Þverárfjall. Það er víðast hvar góð færð á Austurlandi þótt sumstaðar séu hálka, einkum á heiðum. Öxi er orðin fær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×