Sport

Formúla 1 í opinni dagskrá á Sýn 2008

NordicPhotos/GettyImages
Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér þriggja ára sýningarrétt á Formúlu 1 frá og með næsta keppnistímabili. Formúla 1 hefur verið eitt vinsælasta íþróttaefni í íslensku sjónvarpi um árabil og verða beinar útsendingar frá tímatökum og keppnum í opinni dagskrá. Sýn hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá og með næsta keppnistímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×