Innlent

Yfirbygging fauk af flutningabíl

Af vettvangi
Af vettvangi MYND/Frikki Þór

Yfirbygging fauk af flutningabíl á tvo fólksbíla á Reykjanesbrautinni við Ásvelli í Hafnarfirði á öðrum tímanum. Ekki er talið að nein alvarleg slys hafi orðið á fólki. Miklar umferðatafir eru á Reykjanesbrautinni í átt til vesturs vegna óhappsins.

Að sögn vegfarenda sem leið átti um brautina er hvasst á Reykjanesbrautinni og varasamar vindkviður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×