Innlent

Suðurlandsvegur lokaður

Búið er að loka Suðurlandsvegi í austur við Norðlingaholt en mikið vonskuveður er á svæðinu og ófærð. Árekstur varð á Hellisheiðinni fyrir stundu en ekki er þó talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Björgunarsveitarmenn aðstoða nú ökumenn en fjöldi þeirra hefur lent í vandræðum vegna veðursins. Sveitir voru snedar frá Reykjavík til að aðstoða þá sem lentu í vandræðum á Sandskeiði og eins og fóru björgunarsveitarmenn að austan til að aðstoða fólk á Hellisheiði.

Lögregla höfuðborgarsvæðisins vill einnig benda ökumönnum á að á Kjalarnesi er mjög vindasamt og bifreiðar hafa fokið út af Vesturlandsvegi í verstu kviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×