Innlent

Akkúrat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin

Nú er akkúrat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin. Þetta segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hann telur gríðarleg tækifæri felast í því, á alþjóðavettvangi, að leysa þau öfl úr læðingi sem búi í íslensku orkufyrirtækjunum.

Á iðnþingi á föstudag var spurt hvar tækifæri væru í íslensku atvinnulífi til vaxtar. Bankastjóri Landsbankans benti á orkufyrirtækin og hvatti til þess að þau yrðu einkavædd. Sigurjón bar orkufyrirtækin saman við íslensku bankana og taldi mikil tækifæri felast í samstarfi þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×