Innlent

Lögreglan lýsir eftir vitnum í tengslum við nauðgun

MYND/Pjetur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir vitnum að nauðgun sem átti sér stað á milli klukkan hálfeitt og eitt í nótt. Þá réðst karlmaður á unga konu inni á kvennasalerni í kjallara Radisson SAS hótelsins og nauðgaði henni.

Hinn grunaði er á aldrinum 20-30 ára, í kringum 165 sentímetrar á hæð, krúnurakaður með dökkan hársvörð, dökkar augabrýr og dökk augu. Hann var klæddur í grænleitan jakka og bar grænleita derhúfu. Talið er að hann sé frá Austur-Evrópu.

 

Starfsfólk staðarins reyndi að halda manninum þar til lögreglan kæmi á staðinn, en hann komst á brott ásamt öðrum manni og hvarf sjónum í átt að Birkimel. Talið er að þeir hafi verið þrír saman fyrir atburðinn.

Lögreglan lýsir eftir vitnum. Vitað er að unga konan mætti konu koma út af kvennasalerninu áður en atburðurinn gerðist. Upplýsingasími lögreglunnar er 444-1100.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×