Innlent

Fjöldi umferðaróhappa í borginni í dag

MYND/Heiða

21 umferðaróhapp hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í morgun og til klukkan þrjú sem er óvenjumikið á þessum tíma að sögn lögreglu. Hún segir að óhöppin megi flest rekja til aðstæðna í borginni en hálka hefur verið víða og virðist það hafa komið ökumönnum í opna skjöldu. Flest umferðaróhöppin hafa verið minni háttar, þar á meðal slys sem varð laust fyrir klukkan þrjú á Álftanesvegi. Þar var bíl ekið á ljósastaur og skemmdist hann svo mikið að kalla þurfti á kranabifreið til að draga hann í burtu. Ekki urðu alvarleg slys á fólki í óhappinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×