Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu

Ú myndasafni.
Ú myndasafni.

Kona slasaðist alvarlega í árekstri fólksbíls og pallbíls við gömlu gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar í hádeginu í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðsins til að losa stúlkuna úr flakinu en hún var svo flutt á slysadeild Landspítalans með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Stúlkan var ein í fólksbílnum og þá var ökumaður pallbílsins sömuleiðis einn í honum en hann var fluttur á slysadeild til rannsóknar en var ekki talinn alvarlega slasaður. Veginum um Þrengslin var lokað vegna slyssins en hann var opnaður aftur um tvöleytið. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan stúlkunnar á Landspítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×