Innlent

Stjórnarandstaðan vill funda um lok þingsins

Stjórnarandstaðan fór fram á Alþingi það að hún yrði kölluð til samráðsfundar vegna loka þingsins. Áttatíu mál liggja fyrir þinginu í dag og sagði stjórnarandstaðan ljóst að það væri tæpt að það næðist að afgreiða þau öll. Fara þyrfti því yfir hvaða mál næðist að afgreiða.

Lítill tími væri fyrir nefnd um stjórnlagafrumvarp að ljúka störfum sínum en nefndin eigi enn eftir að fara yfir hvort að hægt sé að ná samstöðu um auðlindafrumvarpið.

Sólveig Pétursdóttir þingforseti sagðist bera fullt traust til þingmanna til að ljúka við dagskrána svo sómi væri að.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×