Losa þarf byggðir landsins við drápsklyfjar kvótakerfisins 14. mars 2007 22:41 MYND/GVA Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sagði á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld að losa þyrfti byggðir landsins við drápsklyfjar kvótakerfisins og færa þeim aftur atvinnufrelsi og nýtingarrétt sem af þeim hefði verið tekinn. Þá sagði hann frjálslynda vilja hækka atvinnuleysisbætur upp í 150 þúsund krónur og leyfa bótaþegum að vinna án þess að skerða tekjur þeirra. Magnús gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir svik í sjávarútvegsmálum og fyrir að styrkja ekki stöðu sjávarbyggða eins og kveðið væri á um í stjórnarsáttmálanum. Þá sagði hann að þegar fjörgur ár væru liðin og nokkrir dagar eftir af þingi væri svo komið fram með illa undribúið ákvæði inni í stjórnarskrá um auðlindamál og að hann gæti best trúað því að það væri sett fram í gamni. Sagði hann uppbyggingu þorskstofnsins algörlega hafa mistekist og byggðunum blæddi af þeim sökum. „Við viljum losa byggðirnar við drápsklyfjar kvótakerfisins og færa þeim aftur atvinnufrelsi og nýtingarréttinn sem af þeim hefur verið tekinn," sagði Magnús. Þá benti hann á að Frjálsyndi flokkurinn hefði einn flokka tekið upp hreinskipta umræðu um málefni innflytjenda. Málefni þeirra væru í ólestri og brotið væri á réttindum fólks. Sagði hann að Ísland upplifði það nú í fyrsta sinn að mikill fjöldi erlends fólks keppti við Íslendinga um störf og að afleiðingarnar væru þær að hópar launafólks væru að dragast aftur úr í kjörum. Íslendingar væru fámenn þjóð og viðkvæmir fyrir hömlulausum aðflutningum eins og þeir hefðu upplifað á undanförnum misserum og gerðu áfram ef ekkert yrði að gert. Frjálslyndi flokkurinn vildi takmarka frjálst flæði verkafólks frá nýjum ríkjum ESB og ef hann kæmist í ríkisstjórn yrði látið á það reyna í gegnum EES-samninginn. Yfirvöld yrðu að stjórna því hve margir innflytjendur kæmu til landsins. Magnús sagði ríkisstjórnina hafa stundað linnulaust auðmannadekur og nú væri komið að alþýðu landsins. Frjálslyndir vildu koma fólki úr fátækragildrum. Hækka ætti skattleisysismörk í 150 þúsund krónur og leyfa bótaþegum að afla tekna án skerðingar bóta. Þá vildi Frjálslyndi flokkurinn afnema verðtryggingu til hagsbóta fyrir almenning og beita sér því að bæta haga aldraðra og öryrkja. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sagði á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld að losa þyrfti byggðir landsins við drápsklyfjar kvótakerfisins og færa þeim aftur atvinnufrelsi og nýtingarrétt sem af þeim hefði verið tekinn. Þá sagði hann frjálslynda vilja hækka atvinnuleysisbætur upp í 150 þúsund krónur og leyfa bótaþegum að vinna án þess að skerða tekjur þeirra. Magnús gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir svik í sjávarútvegsmálum og fyrir að styrkja ekki stöðu sjávarbyggða eins og kveðið væri á um í stjórnarsáttmálanum. Þá sagði hann að þegar fjörgur ár væru liðin og nokkrir dagar eftir af þingi væri svo komið fram með illa undribúið ákvæði inni í stjórnarskrá um auðlindamál og að hann gæti best trúað því að það væri sett fram í gamni. Sagði hann uppbyggingu þorskstofnsins algörlega hafa mistekist og byggðunum blæddi af þeim sökum. „Við viljum losa byggðirnar við drápsklyfjar kvótakerfisins og færa þeim aftur atvinnufrelsi og nýtingarréttinn sem af þeim hefur verið tekinn," sagði Magnús. Þá benti hann á að Frjálsyndi flokkurinn hefði einn flokka tekið upp hreinskipta umræðu um málefni innflytjenda. Málefni þeirra væru í ólestri og brotið væri á réttindum fólks. Sagði hann að Ísland upplifði það nú í fyrsta sinn að mikill fjöldi erlends fólks keppti við Íslendinga um störf og að afleiðingarnar væru þær að hópar launafólks væru að dragast aftur úr í kjörum. Íslendingar væru fámenn þjóð og viðkvæmir fyrir hömlulausum aðflutningum eins og þeir hefðu upplifað á undanförnum misserum og gerðu áfram ef ekkert yrði að gert. Frjálslyndi flokkurinn vildi takmarka frjálst flæði verkafólks frá nýjum ríkjum ESB og ef hann kæmist í ríkisstjórn yrði látið á það reyna í gegnum EES-samninginn. Yfirvöld yrðu að stjórna því hve margir innflytjendur kæmu til landsins. Magnús sagði ríkisstjórnina hafa stundað linnulaust auðmannadekur og nú væri komið að alþýðu landsins. Frjálslyndir vildu koma fólki úr fátækragildrum. Hækka ætti skattleisysismörk í 150 þúsund krónur og leyfa bótaþegum að afla tekna án skerðingar bóta. Þá vildi Frjálslyndi flokkurinn afnema verðtryggingu til hagsbóta fyrir almenning og beita sér því að bæta haga aldraðra og öryrkja.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira