Innlent

Bjóða stjórnvöldum 95 þúsund pund fyrir síðustu langreyðarnar

Ein af langreyðunum sjö sem veiddar voru í haust verkuð í hvalstöðinni í Hvalfirði.
Ein af langreyðunum sjö sem veiddar voru í haust verkuð í hvalstöðinni í Hvalfirði. MYND/Vilhelm

Dýraverndunarsamtökin World Society for Protection of Animals (WSPA) hafa sent Geir H. Haarde forsætisráðherra bréf þar sem ríkisstjórn Íslands eru boðin 95 þúsund pund, jafnvirði um 12,4 milljóna króna, fyrir að veiða ekki þær tvær langreyðar sem eftir eru af veiðikvóta sem sjávarútvegsráðherra gaf út í haust.

Samtökin greindu frá því haust að þau ætluðu að safna þessari fjárhæð til þess að bjarga lífi einnar langreyðar en miðað var við markaðsvirði slíks dýrs. Vakti þessi aðferð töluverða athygli og segjast samtökin nú hafa safnað þessari fjárhæð. Hins vegar telja þau að markaðsvirði hvalkjöts frá Íslandi sé mun minna en áætlað var, vegna lítillar eftirspurnar, og því ættu 95 þúsund pund að duga vel fyrir langreyðarnar tvær.

Samtökin gera því íslenskum stjórnvöldum tilboð um að stjórnvöld fái 95 þúsund pundin gegn því að þau banni veiðar á þeim tveimur langreyðum sem eftir eru af kvótanum, að hvalaskoðun á Íslandi verði kynnt betur á alþjóðlegum mörkuðum og að starfsemi slíkra fyrirtækja njóti stuðnings stjórnvalda.

Segir Peter Davies, formaður WSPA, hlakka til að heyra frá íslenskum yfirvöldum í lok bréfsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×