Innlent

Rannsaka ástæðu rafmagnstruflana

Enn er óljóst hver var ástæða rafmagnstruflana á Suðvesturlandi í fyrrinótt, sem olli sumstaðar tjóni. Stjórnendur orkufyrirtækja á svæðinu ætla að fara saman yfir atburðarásina.

Orkuveita Reykjavíkur mun bæta það tjón, sem rakið verður til hennar vegna rafmagnstruflananna í fyrrinótt, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Ein afleiðing þessa var sú að loka þurfti fyrir heitt vatn í Árbæjarhverfi fram eftir degi í gær og dælustöð við Ánanaust varð óvirk.

Verið er að afla upplýsinga úr kerfum fyrirtækisins eftir að eldingu sló niður í flutningskerfi Landsnets og olli höggi á háspennukerfið á öllu Suðvesturlandi. Engin bilun varð í kerfi Landsnets, sem flytur orkunna til dreifiaðilla og er nú einna helst hallast að því að samhæfingu sé ábótavant í búnaði sem tengir þessa aðila.

Umþaðbil hundrað truflanir verða árlega af völdum skammhlaups í röki eða ísingu, auk eldinga, en allt hefu rgnegið snurðulaust þartil nú, og munu talsmenn orkufyrirtækjanna hittast í vikunni og fara saman yfir málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×