Innlent

Hús í Bolungarvík rýmd vegna snjóflóðahættu

Fimm íbúðarhús voru rýmd í Bolungarvík í morgun vegna snjóflóðahættu. Eftir samráð snjóflóðasérfræðinga Veðurstofunnar og lögreglustjórans á Vestfjörum var tekin ákvörðun um þetta vegna óstöðugra snjóalaga og snjóflóða, sem fallið hafa á norðanverðum Vestfjörðum undanfarna daga. Þau flóð hafa öll fallið utan við byggð. Húsin sem voru rýmd i mrogun eru unmdir Traðargili, en nokkur snjór er í giljum, þótt ekki sé hægt að tala um fannfergi vestra, að sögn heimamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×