Innlent

MK nemar styrkja Dvöl

MYND/Vísir

MK-nemar halda fata- og nytjamarkað í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar að Hamraborg 11 nú um helgina, bæði laugardag og sunnudag, kl. 11-16. Markaðurinn er haldinn í samvinnu við Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi, og rennur allur ágóði óskiptur í ferðasjóð athvarfsins.

Á markaðnum má meðal annars finna gott úrval barnafatnaðar, skó og gallabuxur á alla fjölskylduna. Flest er hægt að kaupa á 100, 300 og 500 krónur en allra flottustu flíkurnar fara á 1.000 og 1.500 krónur. Þeir sem koma á markaðinn geta sannarlega gert kjarakaup og stutt verðugt málefni um leið. Það verður líf í tuskunum og kaffi á könnunni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×