Innlent

Marorka hlaut Vaxtarsprotann

Mynd/Marorka.is
Fyrirtækið Marorka hlaut Vaxtarsprotann, viðurkenningu fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækis. Það var Jón Sigurðsson iðanaðar- og viðskiptaráðherra sem afhenti Jóni Ágústi Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Marorku viðurkenninguna. Fyrirtækið jók veltu sína milli áranna 2005 og 2006 um 87,5% sem var mesti vöxtur sprotafyrirtækis á tímabilinu. Marorka er tæknifyrirtæki sem þróar tölvukerfi sem lágmarka olíunotkun skipa og draga þar með úr mengun og kostnaði. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 með þremur starfsmönnum en í dag eru starfsmenn orðnir 24.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×