Innlent

Nýr samstarfsvettvangur SF og LÍÚ

Stjórn hinna nýstofnuðu samtaka,  Á myndinni eru frá vinstri til hægri Arnar Sigurmundsson, formaður SF, Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Haraldur Sturlaugsson, f.v. forstjóri HB, Eríkur Tómasson, varaform. LÍÚ og Friðrik J. Arngrímsson, framkv.stj. LÍÚ.
Stjórn hinna nýstofnuðu samtaka, Á myndinni eru frá vinstri til hægri Arnar Sigurmundsson, formaður SF, Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Haraldur Sturlaugsson, f.v. forstjóri HB, Eríkur Tómasson, varaform. LÍÚ og Friðrik J. Arngrímsson, framkv.stj. LÍÚ. Mynd/LÍÚ
Landsamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ og Samtök fiskvinnslustöðva, SF stonuðu saman í dag Samtök atvinnurekenda í sjávarútvegi sem verða samstarfsvettvangur samtakanna tveggja. Í tilkynningu segir að meginhlutverk samstarfsins felist í nánara samstarfi og samþættingu verkefna er varða kynningar- og ímyndarmál sjávarútvegisns, auk umhverfismála og annarra verkefna sem varða sameiginlega hagsmuni. Þá var kjörin stjórn hinna nýju samtaka sem í sitja fimm fulltrúar, þrír frá LÍÍ og tveir frá SF. Stjórn samtakanna skipa Björgólfur Jóhannsson, Eiríkur Tómasson og Friðrik J. Arngrímsson f.h. LÍÚ og Arnar Sigurmundsson og Jóhannes Pálsson f.h. SF.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×