Innlent

Sigruðu í samkeppni um skipulag miðsvæðis á Álftanesi

Á myndinni er horft að ráðhúsi upp aðalgötu.
Á myndinni er horft að ráðhúsi upp aðalgötu.

Guðni Tyrfingsson og Auður Alfreðsdóttir hjá arkitektastofunni Gassa arkitekter hlutu fyrstu verðlaun í framkvæmdasamkeppni um skipulag miðsvæðis Álftaness.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bænum verður leitað til arkitektastofunnar um að vinna nýtt deiliskipulag svæðisins en ætlunin er að skipuleggja blandaða byggð íbúða og þjónstustofnana á svæðinu sem þó verði í sem mestu samræmi við hugmyndir íbúa um „sveit í borg". Sigurvegararnir fengu 3,2 milljónir króna í verðlaun fyrir tillögu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×