Innlent

Töluvert um umferðaróhöpp í borginni í dag

MYND/GVA

Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í borginni í dag og hefur umferð tafist á sumum stöðum vegna þessa. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að tilkynnt hefði verið um 14-15 óhöpp frá því klukkan sex í morgun en ekkert þeirra hefði verið alvarlegt.

Þegar lögregla var innt eftir skýringum á þessum fjölda óhappa sagði hún að kenna mætti um óvarkárni ökumanna. Reyndar hafi verið lúmsk hálka á höfuðborgarsvæðinu milli klukkan sex og sjö í morgun en þannig hefði það einnig verið undanfarna daga og ökumenn ættu því að vera viðbúnir slíku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×