Innlent

Ákærður fyrir að hafa misnotað ölvunarástand konu

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ríkissaksóknari hefur höfðað kynferðisbrotamál sem rekið er fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Karlmaður á Norðurlandi er ákærður fyrir að hafa misnotað ölvunarástand konu.

 

Aðalmeðferð fór fram í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Í ákæru er karlmanni gefið að sök að hafa aðfararnótt sunnudagsins 22. október í fyrra káfað á á brjóstum og kynfærum konu. Hún hafi ekki getað spornað gegn því vegna ölvunar og svefndrunga. Ekki kemur fram í ákærunni hvar á Norðurlandi hið meinta brot átti sér stað.

Auk kröfu um refsingu er þess krafist að karlmaðurinn greiði konunni miskabætur sem nemi tveimur milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×