Innlent

Landspítali greiði 4,4 milljónir í bætur

Mynd/Hari

Landspítali háskólasjúkrahús var í dag dæmt í Hæstarétti til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 4,4 milljónir króna í skaðabætur fyrir heilsutjón sem hún hlaut þegar hún starfaði á speglunardeild spítalans frá árinu 1988-1997. Þar var henni gert að nota efni sem inniheldur glútaraldehýð til að hreinsa áhöld en af efninu veiktist hún af astma.

Hæstiréttur mildar því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi konunni 6,8 milljónir í skaðabætur. Auk þess að greiða konunni 4,4 milljónir þarf Landspítalinn að greiða 2,5 milljónir í málskostnað í ríkissjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×