Sameignarákvæði í stjórnarskrá nái til allra náttúruauðlinda Íslands 8. mars 2007 15:28 Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna kynna efni auðlindasamkomulagsins á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í dag. Samkomulag hefur tekist milli stjórnarflokkanna um auðlindamálið. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og varaformenn flokkanna kynntu efni samkomulagsins á blaðamannafundi í ríkisstjórnarherberginu á Alþingi í dag. Samkomulagið gerir ráð fyrir, að formenn flokkanna flytji frumvarp til stjórnarskipunarlaga í eigin nafni, þar sem gert er ráð fyrir að ákvæðið um þjóðareign í lögum um fiskveiðar verði sett inn í stjórnarskrá og látið ná yfir allar náttúruauðlindir Íslands. Geir Haarde sagði að ákvæðið úr fiskveiðilögunum yrði í raun hækkað í tign, tekið inn í stjórnarskrá og útvíkkað þannig að það gilti um allar náttúruauðlindir. Í auðlindaákvæðinu í hinu nýja frumvarpi segir meðal annars, að náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign þó þannig að gætt sé réttinda einstaklinga og lögaðila. Þá segir að nýta beri auðlindirnar til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skuli þetta vera því til fyrirstöðu, að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum. Geir las upp svohljóðandi sameiginlega yfirlýsingu formannanna: "Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí 2003 segir að setja skuli ákvæði í stjórnarskrá þess efnis að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar. Í ljósi þess að stjórnarskrárnefnd sem starfað hefur undanfarin tvö ár náði ekki samkomulagi um slíkt ákvæði hafa formenn ríkisstjórnarflokkanna rætt sín á milli um lausn málsins. Hafa þeir orðið sammála um að flytja meðfylgjandi frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Þar kemur fram kjarninn í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en jafnframt er ákvæðið látið ná til allra náttúruauðlinda Íslands. Áréttað er að réttinda einstaklinga og lögaðila sem njóta eignarréttarverndar 72. gr. stjórnarskrárinnar skuli gætt. Því er lýst yfir að náttúruauðlindir Íslands skuli nýta til hagsbóta fyrir þjóðina alla, sem standi því samt ekki í vegi að veita megi einkaaðilum heimildir til afnota eða hagnýtingar á sameiginlegum auðlindum. Eðli málsins samkvæmt eru slíkar heimildir afturkræfar og fela ekki í sér fullnaðarafsal, þótt í þeim geti falist óbein eignarréttindi. Ákvæðið tekur með gagnorðum hætti á flóknum lögfræðilegum álitaefnum. Þegar mælt hefur verið fyrir frumvarpinu mun það ganga til sérnefndar Alþingis um stjórnarskrármálefni til umfjöllunar." Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Samkomulag hefur tekist milli stjórnarflokkanna um auðlindamálið. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og varaformenn flokkanna kynntu efni samkomulagsins á blaðamannafundi í ríkisstjórnarherberginu á Alþingi í dag. Samkomulagið gerir ráð fyrir, að formenn flokkanna flytji frumvarp til stjórnarskipunarlaga í eigin nafni, þar sem gert er ráð fyrir að ákvæðið um þjóðareign í lögum um fiskveiðar verði sett inn í stjórnarskrá og látið ná yfir allar náttúruauðlindir Íslands. Geir Haarde sagði að ákvæðið úr fiskveiðilögunum yrði í raun hækkað í tign, tekið inn í stjórnarskrá og útvíkkað þannig að það gilti um allar náttúruauðlindir. Í auðlindaákvæðinu í hinu nýja frumvarpi segir meðal annars, að náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign þó þannig að gætt sé réttinda einstaklinga og lögaðila. Þá segir að nýta beri auðlindirnar til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skuli þetta vera því til fyrirstöðu, að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum. Geir las upp svohljóðandi sameiginlega yfirlýsingu formannanna: "Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí 2003 segir að setja skuli ákvæði í stjórnarskrá þess efnis að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar. Í ljósi þess að stjórnarskrárnefnd sem starfað hefur undanfarin tvö ár náði ekki samkomulagi um slíkt ákvæði hafa formenn ríkisstjórnarflokkanna rætt sín á milli um lausn málsins. Hafa þeir orðið sammála um að flytja meðfylgjandi frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Þar kemur fram kjarninn í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en jafnframt er ákvæðið látið ná til allra náttúruauðlinda Íslands. Áréttað er að réttinda einstaklinga og lögaðila sem njóta eignarréttarverndar 72. gr. stjórnarskrárinnar skuli gætt. Því er lýst yfir að náttúruauðlindir Íslands skuli nýta til hagsbóta fyrir þjóðina alla, sem standi því samt ekki í vegi að veita megi einkaaðilum heimildir til afnota eða hagnýtingar á sameiginlegum auðlindum. Eðli málsins samkvæmt eru slíkar heimildir afturkræfar og fela ekki í sér fullnaðarafsal, þótt í þeim geti falist óbein eignarréttindi. Ákvæðið tekur með gagnorðum hætti á flóknum lögfræðilegum álitaefnum. Þegar mælt hefur verið fyrir frumvarpinu mun það ganga til sérnefndar Alþingis um stjórnarskrármálefni til umfjöllunar."
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira