Innlent

Fjármálafyrirtæki styðja meistaranám hjá Háskólanum á Akureyri

Á myndinni er (fv.): Eyjólfur Guðmundsson deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Saga Capital, Þorsteinn Gunnarsson rektor, Örn Arnar Óskarsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, Ingi Björnsson útibússtjóri Glitnis á Akureyri og Sævar Helgason framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa.
Á myndinni er (fv.): Eyjólfur Guðmundsson deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Saga Capital, Þorsteinn Gunnarsson rektor, Örn Arnar Óskarsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, Ingi Björnsson útibússtjóri Glitnis á Akureyri og Sævar Helgason framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa.
Fjármálafyrirtækin Saga Capital, Sparisjóður Norðlendinga og fleiri sparisjóðir, Glitnisr og Íslensk verðbréf ætla að styðja við uppbyggingu meistaranáms í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Skrifað var undir samstarfssamning um faglegan og fjárhagslegan stuðning fyrirtækjanna við verkefnið í morgun.

„Við hlökkum til samstarfsins og væntum mikils af því" sagði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Saga Capital fyrir hönd þeirra fjármálafyrirtækja sem koma að uppbyggingu.

Í samningum fjármálafyrirtækjanna og Háskólans á Akureyri kveður á um að fyrirtækin styrki fjárhagslega við uppbyggingu mannauðs við deildina með því að kosta heimsóknir gistikennara og gestafyrirlesara. Jafnframt því mynda fulltrúar frá fyrirtækjunum fagráð sem verður til ráðgjafar um uppbyggingu námsins, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir einni að Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri, í samvinnu við ofangreind fyrirtæki, ætli sér að koma á fót afburða góðu námi fyrir nemendur sem eru reiðubúnir að takast á við krefjandi nám þar sem áhersla er lögð á hagnýta þekkingu til jafns við fræðilegan undirbúning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×