Innlent

Byssumenn handteknir í miðborg Reykjavíkur

Byssur sem notaðar voru í ráni í Bónus að Smiðjuvegi fyrir nokkrum árum
Byssur sem notaðar voru í ráni í Bónus að Smiðjuvegi fyrir nokkrum árum MYND/Pjetur Sigurðsson
Farið er að bera á því að menn séu með skotvopn á sér í miðborg Reykjavíkur um helgar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýlega handtekið menn með skotvopn á sér í miðborginni. Skotárás hefur enn ekki átt sér stað í næturlífi Reykjavíkur, en með þessu áframhaldi kemur að því fyrr eða síðar að mati lögreglu. Sagt er frá þessari uggvænlegu þróun í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×