Innlent

Sakfelldur fyrir að nefbrjóta tvo menn

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í hálfs árs fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna, fyrir að nefbrjóta tvo menn í Skíðaskálanum í Hveradölum í apríl í fyrra. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim samtals yfir hálfa milljón króna í miskabætur.

Atvikið varð þar sem þrjú fyrirtæki voru að halda árshátíð í Skíðaskálanum og mun ákærði fyrst hafa skallað annan manninn í nefið eftir að hafa áreitt hann en kýlt hinn þegar hann var á flótta eftir fyrri árásina. Ákærði sagðist sjálfur ekki muna eftir árásunum sökum ölvunar en út frá framburði vitna þótti dómnum sannað að hann hefði nefbrotið báða mennina. Með árásunum rauf maðurinn skilorð og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×