Innlent

Eins og hálfs árs dómur fyrir nauðgun

MYND/Valgarð

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins og hálfs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konu með því að hafa haft samræði við hana gegn hennar vilja en konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar ogs svefndrunga.

Atvikið átti sér stað í lok júní fyrra en þá hitti konan annan mann á skemmtistað og fór heim með honum að skemmta sér. Konan sagðist hafa lognast út af um morguninn en rankað við sér þegar ákærði, sem var félagi mannsins sem hún fór heim með, var að hafa samræði við hana.

Ákærði neitaði sök og sagði að konan hefði verið glaðvakandi á meðan á samförunum hefði staðið. Þau hefðu átt sér stað eftir að félagi ákærða og konan hefðu verið að kela og samfarirnar hefðu verið með samþykki konunnar.

Félagi ákærða neitaði fyrst hjá lögreglu og fyrir dómi að eitthvað kynferðislegt hefði verið í gangi á milli hans og konunnar en breytti svo framburði sínum þar um. Dómurinn taldi þessar breytingar á framburði félaga ákærða ótrúverðugan og taldi ljóst að ákærði og félagi hans hefðu rætt saman um framburð sinn áður en þeir gáfu skýrslu.

Dómurinn mat framburð konunnar hins vegar skýran og greinargóðan og út frá framburði lögreglu og læknis, um að konan hefði verið í miklu uppnámi eftir atburðinn, þótti sannað að maðurinn hefði brotið gegn henni. Með brotinu rauf hann skilorð og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir ölvunarakstursbrot í haust og var sviptur ökuleyfi í þrjú ár vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×