Innlent

Varnagarður bjargaði sorpbrennslunni

Flóðið sem féll á Funa séð út úr dyrum sorpbrennslunnar.
Flóðið sem féll á Funa séð út úr dyrum sorpbrennslunnar. MYND/Bb.is

Þrjú snjóflóð hafa fallið í Skutulsfirði það sem af er degi, að því er segir á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Flóðin féllu öll á Kirkjubólshlíð; tvö fyrir innan flugvöllinn, fyrir utan bæinn Höfða í Engidal og eitt á varnargarðinn fyrir ofan sorpbrennsluna Funa.

Flóðið sem féll fyrir ofan Funa var nokkuð stórt og kraftmikið. Ólafur Prebensson, stöðvarstjóri Funa segir að ljóst sé að varnargarðurinn bjargaði sorpbrennslunni frá miklum skemmdum, en flóðið féll að mestu á garðinn. Einhver snjór spýttist þó yfir hann og lenti inni í sorpgryfju hússins, en hurðin þangað inn var opin. Gunnar Veturliðason, starfsmaður Funa, var að moka planið milli sorbrennslunnar og varnargarðsins þegar flóðið féll. Spýjan sem slettist yfir garðinn fór yfir moksturstækið sem Gunnar var í og því slapp hann ómeiddur. Ólafur segir að tjón vegna flóðsins sé lítið, aðeins hafi nokkrar girðingar farið og hluti af rotþró brotnað. Hann ítrekar að varnargarðurinn hafi margborgað sig, en flóðið hefði líklega stórskemmt húsið ef garðurinn væri ekki til staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×