Innlent

Kennarar og launanefnd funda hjá ríkissáttasemjara

MYND/E.Ól

Fulltrúar Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga hafa frá því klukkan eitt setið á fundi hjá ríkissáttasemjara þar sem farið hefur verið yfir kjaradeilu sem staðið hefur frá því í fyrrasumar.

Kennarar vilja að laun þeirra verði leiðrétt í samræmi við verðbólgu og launabreytingar hjá fjölmörgum öðrum launastéttum, þar á meðal æðstu mönnum þjóðarinnar, en ekki hefur náðst samkomulag milli Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga um hversu mikið þurfi að hækka laun kennara. Hefur kjararáð Kennarasambands Íslands meðal annars lýst því yfir að upplausn geti orðið í skólum á næsta skólaári ef ekki semjist.

Á skrifstofu ríkissáttasemjara lá ekki fyrir hversu langur fundur deiluaðilanna yrði í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×