Innlent

Kringlusvæði eflist og stækkar með stokkum

Kringlusvæðið mun stækka og eflast til muna þegar kaflar Kringlumýrar- og Miklubrautar hafa verið lagðar í stokka neðanjarðar, eins og borgaryfirvöld stefna nú að.

Markmiðið með þessari miklu framkvæmd er þó fyrst og fremst að stórauka umferðaröryggi á þessum umferðarmestu gatnamótum landsins, draga úr mengun og auka lífsgæði íbúa á svæðinu. Og framkvæmdin, sem talin er munu kosta hátt í 20 milljaðra króna, verður umfangsmikil.

Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs borgarinnar, segir að bæði Kringlumýrarbraut og Miklabraut fari í stokk á gatnamótunum þannig að þeir sem keyri Kringlumýrarbrautina í norðurátt fari niður milli Suðurvers og Bústaðavegs og komi ekki upp fyrr en norðan við gatnamótin. Á Miklubraut verði einnig stokkur sem fari undir gatnamótin og svo komi gatan kannski upp að einhverju leyti en verði svo í stokki frá Stakkahlíð og eitthvað niður eftir Miklatúni.

Gísli segir stokkana þannig að það verði alltaf einhver umferð ofan á líka því fólk þurfi að geta beygt til hægri og vinstri. Umfang götunnar minnki þó til muna og reiknað sé með að 70 prósent af umferðinni á Kringlumýrarbraut fari neðanjarðar. Það komi íbúum hverfisins og gangandi og hjólandi vegfarendum til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×