Innlent

Árni vill sömu ríkisstjórn áfram

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu, haldi þeir meirihluta sínum í komandi kosningum.

Árni hefur þar með bæst í hóp lykilmanna í stjórnarliðinu, eins og Valgerðar Sverrisdóttur og Halldórs Blöndals, sem einnig hafa kvatt til þess að flokkarnir haldi áfram. Árni sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 að samstarf þessara flokka hefði verið óvenju farsælt og skilað óvenju miklum árangri. Ef ríkisstjórnin héldi meirihluta, og ef meirihluti þjóðarinnar fylgdi flokkunum og treysti þeim, væri vandséð hversvegna þeir ættu ekki að halda áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×