Innlent

Ísafjarðardjúp ófært vegna snjóflóða

MYND/Vilhelm

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er Ísafjarðardjúp ófært vegna snjóflóða og ekki verður mokað vegna snjóflóðahættu fyrr en í fyrramálið. Vegna slæms veður mun færð á Steingrímsfjarðarheiði þyngjast mjög fljótlega eftir að þjónustu lýkur kl. 20.00 í kvöld.

Þá varar Vegagerðin við óveðri á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Tafir verða á umferð við Kirkjuból í Steingrímsfirði um óákveðinn tímavegna umferðaróhapps. Vörubíll valt þar. Enn hafa ekki fengist frekari upplýsingar um slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×