Engin niðurstaða komin í auðlindamálið 5. mars 2007 11:52 Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna hittust á fundi í forsætisráðuneytinu í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er enn kominn í málið en ráðherrarnir gerðu lítið úr ágreiningi sínum. Framsóknarmenn hafa lagt ofurkapp á málið en það var ekki rætt í stjórnarskrárnefnd sem lauk störfum í febrúar. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 að það væri "alveg á mörkunum" að niðurstaða fengist í málinu fyrir kosningar. "Ef að líkum lætur þá leysum við þetta eins og annað í ríkisstjórninni. Það þarf að vanda þetta sérstaklega. Það er erfiðara að breyta stjórnarskránni en venjulegum lagaákvæðum og þess vegna þurfa menn að vanda sig betur," sagði Árni Jón Sigurðsson og Guðni Ágústsson lögðu mikla áherslu á að um reglubundinn fund hefði verið að ræða milli forystumanna stjórnarflokkanna. Jón var spurður að því hvort málið væri eldfimt. „Ég geri ekki ráð fyrir því. Þetta eru sameiginleg viðfangsefni sem við erum að vinna,"sagði Jón eftir fundinn. Guðni Ágústsson var spurður út í stór orð sem Siv Friðleifsdóttir lét falla um hugsanleg stjórnarslit vegna málsins fyrir helgi. Hann sagði: „Við förum bara yfir þetta í mikilli ró og friðsemd og það var niðurstaða þessa fundar." Hann var þá spurður hvort Framsóknarflokkurinn hefði lagt niður skottið í málinu. „Við höfum ekki lagt niður neitt einasta skott. Við höfum ekki verið með neinar þær hótanir. Við höfum bara talið þetta vera mikilvægt ákvæði í stjórnarsáttmálanum," sagði Guðni og bætti við að hann teldi að búið væri að oftúlka orð Sivjar. Guðni vildi ekki svara því hvort núna kæmi til greina að halda áfram stjórnarsamstarfinu þrátt fyrir að þetta ákvæði færi ekki inn í stjórnarskrá. Forsætisráðherra segir fundinn hafa farið vel fram og mörg mál hafi verið til umræðu. „Það er ekkert sérstakt dramatískt í uppsiglingu ef einhver heldur það," sagði Geir. Hann var þá spurður hvað honum fyndist um þá dramatík sem verið hefði í yfirlýsingum framsóknarmanna fyrir helgi. „ Ég ætla ekkert að tjá mig um það sem einstakir aðilar hafa verið að segja. Það er verkefni formanna flokkanna að leysa málið og við vorum hér á fundi í morgun með varaformönnunum til þess," sagði Geir. Hann sagði stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Spurður hvort búið væri að leysa málið sagði Geir: „Við erum að leysa mörg mál samtímis. Það er ekki komin alveg niðurstaða varðandi þetta atriði sem þú ert að vísa til en við höldum því bara áfram." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagðist ekki taka undir með Sigurði Kára Kristjánssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að heilbrigðisráðherra ætti að segja af sér vegna yfirlýsinga sinna fyrir helgi. „Menn hafa bara sínar skoðanir og er frjálst að tjá þær. Eins og forsætisráðherra var að segja eru menn að vinna að þessu og það er góð sátt milli stjórnarflokkanna," sagði Þorgerður Katrín. Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra um stjórnarslit, samþykki þeir ekki að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. Það er sorglegt þegar gott fólk fer á límingunum út af engu, segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður flokksins. 3. mars 2007 18:26 Siv hótar stjórnarslitum vegna auðlindaákvæðis Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ríkisstjórnin gæti átt erfitt með að lifa það ef ekki næðist samkomulag um að binda í stjórnarskrá ákvæði um sameiginlega eign þjóðarinnar á auðlindum eins og getið sé í stjórnarsáttmála. 2. mars 2007 17:00 Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4. mars 2007 18:32 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna hittust á fundi í forsætisráðuneytinu í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er enn kominn í málið en ráðherrarnir gerðu lítið úr ágreiningi sínum. Framsóknarmenn hafa lagt ofurkapp á málið en það var ekki rætt í stjórnarskrárnefnd sem lauk störfum í febrúar. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 að það væri "alveg á mörkunum" að niðurstaða fengist í málinu fyrir kosningar. "Ef að líkum lætur þá leysum við þetta eins og annað í ríkisstjórninni. Það þarf að vanda þetta sérstaklega. Það er erfiðara að breyta stjórnarskránni en venjulegum lagaákvæðum og þess vegna þurfa menn að vanda sig betur," sagði Árni Jón Sigurðsson og Guðni Ágústsson lögðu mikla áherslu á að um reglubundinn fund hefði verið að ræða milli forystumanna stjórnarflokkanna. Jón var spurður að því hvort málið væri eldfimt. „Ég geri ekki ráð fyrir því. Þetta eru sameiginleg viðfangsefni sem við erum að vinna,"sagði Jón eftir fundinn. Guðni Ágústsson var spurður út í stór orð sem Siv Friðleifsdóttir lét falla um hugsanleg stjórnarslit vegna málsins fyrir helgi. Hann sagði: „Við förum bara yfir þetta í mikilli ró og friðsemd og það var niðurstaða þessa fundar." Hann var þá spurður hvort Framsóknarflokkurinn hefði lagt niður skottið í málinu. „Við höfum ekki lagt niður neitt einasta skott. Við höfum ekki verið með neinar þær hótanir. Við höfum bara talið þetta vera mikilvægt ákvæði í stjórnarsáttmálanum," sagði Guðni og bætti við að hann teldi að búið væri að oftúlka orð Sivjar. Guðni vildi ekki svara því hvort núna kæmi til greina að halda áfram stjórnarsamstarfinu þrátt fyrir að þetta ákvæði færi ekki inn í stjórnarskrá. Forsætisráðherra segir fundinn hafa farið vel fram og mörg mál hafi verið til umræðu. „Það er ekkert sérstakt dramatískt í uppsiglingu ef einhver heldur það," sagði Geir. Hann var þá spurður hvað honum fyndist um þá dramatík sem verið hefði í yfirlýsingum framsóknarmanna fyrir helgi. „ Ég ætla ekkert að tjá mig um það sem einstakir aðilar hafa verið að segja. Það er verkefni formanna flokkanna að leysa málið og við vorum hér á fundi í morgun með varaformönnunum til þess," sagði Geir. Hann sagði stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Spurður hvort búið væri að leysa málið sagði Geir: „Við erum að leysa mörg mál samtímis. Það er ekki komin alveg niðurstaða varðandi þetta atriði sem þú ert að vísa til en við höldum því bara áfram." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagðist ekki taka undir með Sigurði Kára Kristjánssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að heilbrigðisráðherra ætti að segja af sér vegna yfirlýsinga sinna fyrir helgi. „Menn hafa bara sínar skoðanir og er frjálst að tjá þær. Eins og forsætisráðherra var að segja eru menn að vinna að þessu og það er góð sátt milli stjórnarflokkanna," sagði Þorgerður Katrín.
Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra um stjórnarslit, samþykki þeir ekki að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. Það er sorglegt þegar gott fólk fer á límingunum út af engu, segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður flokksins. 3. mars 2007 18:26 Siv hótar stjórnarslitum vegna auðlindaákvæðis Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ríkisstjórnin gæti átt erfitt með að lifa það ef ekki næðist samkomulag um að binda í stjórnarskrá ákvæði um sameiginlega eign þjóðarinnar á auðlindum eins og getið sé í stjórnarsáttmála. 2. mars 2007 17:00 Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4. mars 2007 18:32 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra um stjórnarslit, samþykki þeir ekki að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. Það er sorglegt þegar gott fólk fer á límingunum út af engu, segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður flokksins. 3. mars 2007 18:26
Siv hótar stjórnarslitum vegna auðlindaákvæðis Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ríkisstjórnin gæti átt erfitt með að lifa það ef ekki næðist samkomulag um að binda í stjórnarskrá ákvæði um sameiginlega eign þjóðarinnar á auðlindum eins og getið sé í stjórnarsáttmála. 2. mars 2007 17:00
Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4. mars 2007 18:32