Innlent

Verk Svavars seldust á fjórföldu matsverði

Pastelmynd Svavars Guðnasonar, Komposition, sem seldist á næstum hálfa milljón íslenskra króna.
Pastelmynd Svavars Guðnasonar, Komposition, sem seldist á næstum hálfa milljón íslenskra króna.

Málverkið Hvítasunnudagur eftir Jóhannes Kjarval verður boðið upp hjá danska listaverkasalanum Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn síðdegis í dag. Búist hefur verið við að verkið verði selt á eina milljón til fimm milljónir króna en svo gæti farið að verkið seldist á miklu hærri upphæð. Tryggvi Friðriksson listmunasali nefndi t.d. 10 milljónir króna sem hugsanlegt verð í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag.

Fimmtán verk eftir Svavar Guðnason, aðallega litlar myndir á pappír, sem boðin voru upp í hádeginu hjá Bruun Rasmussen seldust fyrir mun hærri upphæð en matsverð þeirra. Dýrasta myndin af þeim, pastelmynd á pappír, Komposition, sem metin var á 6-8000 krónur danskar fór þannig á 32.000 DKR eða um 375.000 ISK. Heildarverð er hærra með uppboðslaunum -- næstum hálf milljón íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×