Lífið

Segir Britney eiga við eiturlyfjavanda að stríða

Britney Spears í Grammyverðlaunapartíi fyrir ári síðan.
Britney Spears í Grammyverðlaunapartíi fyrir ári síðan. MYND/Getty Images

Fyrsti eiginmaður söngkonunnar Britney Spears, Jason Alexander, hefur greint frá því að hún eigi við fíkniefnavandamál að stríða. Jason og Britney eru æskuvinir en þau giftu sig í Vegas árið 2004 þegar þau voru úti að skemmta sér. Hjónabandið varð þó ekki lífseigt, enda var það ógilt eftir aðeins 55 klukkustundir.

Jason segir í viðtali við The Sunday Mirror of London að Britney hafi neytt kókaíns og lyfseðilsskyldra lyfja reglulega. Hún hafi einnig neytt extasy taflna og eitt sinn tekið lífshættulega stóran skammt. Hann segir ástæðuna fyrir því að hann komi fram með þessar upplýsingar nú vera þá að hann sé hræddur um að eins fari fyrir Britney og Önnu Nicole Smith.

Í viðtalinu lýsir Jason því hvernig þau skemmtu sér undir áhrifum fíkniefna. Þau hafi tekið exstasy þegar þau skemmtu sér á kvöldin en á daginn hafi þau neytt kókaíns til að halda sér vakandi. Til að hvílast hafi þau síðan tekið valíum eða önnur slakandi lyf.

Ef þessi ummæli Jasons eiga við rök að styðjast er óskandi að Britney takist á ráða bug á vandamálinu, en hún dvelur á meðferðarstofnun um þessar mundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.