Saka bæjarstjóra um að taka þátt í kosningabaráttu Alcan 25. janúar 2007 13:49 MYND/Anton Brink Samtökin Sól í Straumi, sem berjast gegn stækkun álvers Alcan í Straumsvík, saka Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði, um að vera í grímulausri kosningabaráttu með Alcan fyrir stækkun álversins og sömuleiðis um að fara með ósannindi í umræðunni. Í yfirlýsingu frá samtökunum er vísað til blaðamannafundar bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í gær þar sem deiliskipulag vegna stækkunar álversins var kynnt. Segja samtökin það hneykslanlegt að bæjarstjórinn taki undir staðhæfulausa hótun Alcan um að verskmiðjunni verði lokað ef álverið verði ekki stækkað. Bæjarstjórinn viti að 70 prósent af öllum álverum Alcan séu minni en 200 þúsund tonn að sú stærð sé og verði hagkvæm á Íslandi a.m.k. næsta áratuginn. Þá mótmæla samtökin því að með nýjum deiliskipulagstillögum sé verið að draga stórlega úr mengun frá álverinu við stækkunina. Samkomulag Alcan við bæinn feli aðeins í sér markmið um brennisteinsmengun sem reyna á "eftir megni" að draga úr. Þá segja forsvarsmenn Sólar í Straumi að sjónmengun aukist til muna með stækkuninni og sömuleiðs loftmengun. Svifryk frá álverinu muni aukast um 250 prósent á sólarhring og sama megi segja um flúoríðs- og brennisteinsdíoxíðsmengun Þetta séu losunarheimildir samkvæmt starfsleyfi. Yfirlýsingar um að "stefna beri að eftir megni" að minnka brennisteinsmengun frá álverinu gefi engin tilefni til þeirra yfirlýsinga sem bæði Lúðvík og Rannveig Rist, forstjóri Alcan, hafi látið falla í fjölmiðlum í gær. Þá benda samtökin á að mengunarsvæðið sem er í dag 10 ferkílómetrar verði ónýtt sem byggingarsvæði svo lengi sem álverið sé í rekstri. Nýir útreikningar á stærð svæðisins breyti engu þar um. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Samtökin Sól í Straumi, sem berjast gegn stækkun álvers Alcan í Straumsvík, saka Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði, um að vera í grímulausri kosningabaráttu með Alcan fyrir stækkun álversins og sömuleiðis um að fara með ósannindi í umræðunni. Í yfirlýsingu frá samtökunum er vísað til blaðamannafundar bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í gær þar sem deiliskipulag vegna stækkunar álversins var kynnt. Segja samtökin það hneykslanlegt að bæjarstjórinn taki undir staðhæfulausa hótun Alcan um að verskmiðjunni verði lokað ef álverið verði ekki stækkað. Bæjarstjórinn viti að 70 prósent af öllum álverum Alcan séu minni en 200 þúsund tonn að sú stærð sé og verði hagkvæm á Íslandi a.m.k. næsta áratuginn. Þá mótmæla samtökin því að með nýjum deiliskipulagstillögum sé verið að draga stórlega úr mengun frá álverinu við stækkunina. Samkomulag Alcan við bæinn feli aðeins í sér markmið um brennisteinsmengun sem reyna á "eftir megni" að draga úr. Þá segja forsvarsmenn Sólar í Straumi að sjónmengun aukist til muna með stækkuninni og sömuleiðs loftmengun. Svifryk frá álverinu muni aukast um 250 prósent á sólarhring og sama megi segja um flúoríðs- og brennisteinsdíoxíðsmengun Þetta séu losunarheimildir samkvæmt starfsleyfi. Yfirlýsingar um að "stefna beri að eftir megni" að minnka brennisteinsmengun frá álverinu gefi engin tilefni til þeirra yfirlýsinga sem bæði Lúðvík og Rannveig Rist, forstjóri Alcan, hafi látið falla í fjölmiðlum í gær. Þá benda samtökin á að mengunarsvæðið sem er í dag 10 ferkílómetrar verði ónýtt sem byggingarsvæði svo lengi sem álverið sé í rekstri. Nýir útreikningar á stærð svæðisins breyti engu þar um.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira