Innlent

Úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

MYND/Stefán

Ákveðið hefur verið að úthluta úr Framkvæmdasjóði aldraðra um 712 milljónum króna á þessu ári til uppbyggingar verkefna í öldrunarþjónustu. Af þessu verða 441 milljón króna veitt vegna fjölgunar hjúkrunarrýma.

Til margra ára hefur hluta af fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra verið varið til reksturs öldrunarstofnana. Ákveðið hefur verið að hætta að veita fé til reksturs úr sjóðnum í samræmi við niðurstöðu nefndar stjórnvalda og Landssambands eldri borgara. Á þessu ári kemur þessi breyting til framkvæmda að hálfu leyti en frá árinu 2008 rennur allt fé úr sjóðnum óskipt til uppbyggingar öldrunarþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×