Tap RÚV um 420 milljónir á fyrri helmingi ársins 2006 23. janúar 2007 13:48 MYND/GVA Menntamálaráðherra var harðlega gagnrýndur við upphaf þingfundar fyrir að svara því fyrst í dag hver fjárhagsstaða Ríkisútvarpssins væri og var bent á að skuldir RÚV frá 1. janúar til 30. júní í fyrra hefðu nemið 420 milljónum króna og að uppsafnaðar skuldir stofnunarinnar væru 5,2 milljarðar króna. Var farið fram á að atkvæðagreiðslu um frumvarpið yrði frestað vegna þessara nýju upplýsinga. Það var Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og benti á að hún hefði loks fengið svar við fyrirspurn til menntamálaráðherra um fjárhagsstöðu RÚV. Gagnrýndi hún að svarið bærist sama dag og atkvæði ætti að greiða um frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. Sagði hún þetta lýsandi dæmi um vinnubrögðin í öllu málinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði ekkert nýtt koma fram í svarinu sem Kolbrún hefði ekki séð í starfi sínu innan menntamálanefndarinnar en að mestu skipti að ætlunin væri að Ríkisútvarpinu yrði tryggt 15 prósenta eiginfjárhlutfall þegar það tæki til starfa sem hlutafélag. Fram kom í máli þingmanna Vinstri - grænna að samkvæmt svari ráðherra hefði tap RÚV verið um 50 milljónir árið 2004, um 200 milljónir árið 2005 og 420 milljónir á fyrri helmingi síðasta árs. Spurðu þingmenn hvernig stæði á þessu mikla tapi stofnunarinnar og hvers vegna hefði dregist að svara fyrirspurinni. Sagði Ögmunduir Jónasson um grafalvarlegar upplýsingar að ræða sem hefðu átt erindi inn í umræðu um RÚV-frumvarpið. Beðið hefði verið eftir svari frá ráðherra frá því í desember. Þá gekk Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, svo langt að saka menntamálaráðherra um að leyna upplýsingum í málinu. Þá benti Kolbrún Halldórsdóttir á það að upplýsingar í svari ráðherra væru ekki þær sömu og menntamálanefnd hefði fengið og þá væri ekki búið að tryggja að eiginfjárhlutfall RÚV yrði 15 prósent. Til þess þyrfti fjármagn frá Alþingi. Menntamálaráðherra sakaði hins vegar stjórnarandstöðuna um að vaða reyk og villu í málinu. Eftir að sá tími sem ætlaður er til umræðna um störf þingsins hófust umræður um fundarstjórn forseta og þar sagði Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar, að það væri engu líkara en að stjórnarandstaðan væri með fráhvarfseinkenni frá málþófi í síðustu viku. Skýrt hefði verið greint frá því hver staða RÚV væri og gert ráð fyrir skuldum stofnunarinnar í fjáraukalögum ársins. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira
Menntamálaráðherra var harðlega gagnrýndur við upphaf þingfundar fyrir að svara því fyrst í dag hver fjárhagsstaða Ríkisútvarpssins væri og var bent á að skuldir RÚV frá 1. janúar til 30. júní í fyrra hefðu nemið 420 milljónum króna og að uppsafnaðar skuldir stofnunarinnar væru 5,2 milljarðar króna. Var farið fram á að atkvæðagreiðslu um frumvarpið yrði frestað vegna þessara nýju upplýsinga. Það var Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og benti á að hún hefði loks fengið svar við fyrirspurn til menntamálaráðherra um fjárhagsstöðu RÚV. Gagnrýndi hún að svarið bærist sama dag og atkvæði ætti að greiða um frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. Sagði hún þetta lýsandi dæmi um vinnubrögðin í öllu málinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði ekkert nýtt koma fram í svarinu sem Kolbrún hefði ekki séð í starfi sínu innan menntamálanefndarinnar en að mestu skipti að ætlunin væri að Ríkisútvarpinu yrði tryggt 15 prósenta eiginfjárhlutfall þegar það tæki til starfa sem hlutafélag. Fram kom í máli þingmanna Vinstri - grænna að samkvæmt svari ráðherra hefði tap RÚV verið um 50 milljónir árið 2004, um 200 milljónir árið 2005 og 420 milljónir á fyrri helmingi síðasta árs. Spurðu þingmenn hvernig stæði á þessu mikla tapi stofnunarinnar og hvers vegna hefði dregist að svara fyrirspurinni. Sagði Ögmunduir Jónasson um grafalvarlegar upplýsingar að ræða sem hefðu átt erindi inn í umræðu um RÚV-frumvarpið. Beðið hefði verið eftir svari frá ráðherra frá því í desember. Þá gekk Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, svo langt að saka menntamálaráðherra um að leyna upplýsingum í málinu. Þá benti Kolbrún Halldórsdóttir á það að upplýsingar í svari ráðherra væru ekki þær sömu og menntamálanefnd hefði fengið og þá væri ekki búið að tryggja að eiginfjárhlutfall RÚV yrði 15 prósent. Til þess þyrfti fjármagn frá Alþingi. Menntamálaráðherra sakaði hins vegar stjórnarandstöðuna um að vaða reyk og villu í málinu. Eftir að sá tími sem ætlaður er til umræðna um störf þingsins hófust umræður um fundarstjórn forseta og þar sagði Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar, að það væri engu líkara en að stjórnarandstaðan væri með fráhvarfseinkenni frá málþófi í síðustu viku. Skýrt hefði verið greint frá því hver staða RÚV væri og gert ráð fyrir skuldum stofnunarinnar í fjáraukalögum ársins.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira