Innlent

Með kannabis og piparsprey í bílnum

Lögreglan á Blönduósi hafði í dag afskipti af ungum manni sem var á norðurleið um umdæmið. Hann var stöðvaður við almennt eftirlit en við leit í bílnum kom í ljós u.þ.b. 2-4 grömm af kannabísefni. Jafnframt fannst í farangri hans piparsprey sem einnig var gert upptækt. Maðurinn viðurkenndi brot sín og fékk í framhaldi af því að fara frjáls ferða sinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×