Innlent

Jólatré sótt heim

MYND/Sigurður

Íbúum Reykjavíkurborgar sem þurfa að losa sig við jólatré eftir þrettándann er boðið upp á að láta sækja þau heim til sín dagana 8. til 12. janúar.

Starfsmenn Framkvæmdasviðs borgarinnar sækja tréin en íbúar eru beðnir að setja þau á áberandi stað við lóðarmörk og ganga frá þeim þannig að sem minnstar líkur séu á að þau fjúki. Eftir að átakinu lýkur geta íbúar losað sig við jólatré á gámastöðvum Sorpu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×