Innlent

Vegabréfsumsóknir lama ræðisskrifstofuna

Rúmenska ræðisskrifstofan í Chisinau, höfuðborg Moldavíu, hefur ekki undan að fara yfir umsóknir um vegabréfsáritanir til handa Möldövum. Við inngönguna í Evrópusambandið þurfti Rúmenía að setja nýjar reglur um áritanir þannig að nágrannarnir Moldavar komast nú ekki fyrirhafnarlaust á milli.

Fjöldi Moldava stunda nám eða vinnu í Rúmeníu og hafa þeir lamað netkerfi ræðisskrifstofunnar og telur ræðismaðurinn að ekki verði hægt að vinna úr flækjunni fyrr en um miðjan mánuðinn. Utanríkisráðuneytið rúmenska segist ætla að fjölga starfsfólki í Moldavíu til að vinna úr umsóknunum.

Rúmlega 70% Moldava tala rúmensku og margir eiga fjölskyldutengsl í Rúmeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×