Innlent

Tvö snjóflóð falla á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar

MYND/GVA

Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar í Skutulsfirði er lokaður vegna snjóflóðs sem féll laust eftir klukkan 18 Í kvöld. Snjóruðningstæki var komið á vettvang og hugðist ryðja veginn en þá féll annað flóð og lenti á tækinu en ökumann sakaði ekki. Menn frá Súðavík eru á leið að sækja hann en lögregla á ekki von á að vegurinn verði opnaður í kvöld.

Þá hefur aftur verið lýst yfir hættuástandi í hesthúshverfinu í Hnífsdal vegna snjóflóðahættu en þar var mikil hætta í liðinni viku. Auk þess telur lögreglan á Ísafirði líklegt að veginum um Óshlíð milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar verði lokað í kvöld vegna snjóflóðahættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×