Deilt um barnabætur við upphaf þingfundar 17. mars 2007 19:06 MYND/Stöð 2 Nýr þingfundur hófst á Alþingi nú um klukkan 18.20 þar sem ætlunin er að taka fjölmörg frumvörp til þriðju og síðustu umræðu og þingsályktunartillögur til seinni umræðu svo hægt verði að fresta þingfundum fram yfir kosningar. Hins vegar hófust miklar deilur við upphaf fundarins undir liðnum störf þingsins vegna svars fjármálaráðherra við fyrirpspurn um þróun barnabóta á síðustu árum.Stjórnarandstæðingar héldu því fram að tölurnar sýndu að framsóknarmenn hefðu svikið kosningaloforð sín en það hefði aðeins verið í fyrra og í ár sem auknir fjármunir hefðu verið lagðir til barnabóta. Árin þar á undan allt frá 1995 hefðu barnabætur hins vegar minnkað miðað við fast verðlag ársins 2005. Var stjórnin sökuð um að taka peninga frá barnafjölskyldum og færa þá þeim sem mestar tekjurnar hefðu.Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra benti hins vegar á að ákvarðanir um hækkun barnabóta hefði verið tekin fyrir tveimur árum og þá hefði verið ákveðið að greiða barnabætur til 18 ára aldurs. Sagði Árni enn fremur að kaupmáttur hópanna sem um ræddi hefði batnað stórkostlega. Því hefðu stjórnarandstöðuþingmenn ekki fagnað. Þeir sæju ekki hvað hefði verið gert á undanförnum árum vegna þess að þeir vildu það ekki.Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði hins vegar að fjármálaráðherra hefði ekki minnst á að það væru ekki allir sem fengju barnabætur til 18 ára aldurs barna og þá benti hún á að barnabætur byrjuðu að skerðast hjá einstæðum mæðrum við 90 þúsund króna markið. Ísland væri eitt þriggja ríkja innan OECD sem væri með tekjutengdar barnabætur.Í kjölfar umræðunnar hófust svo atkvæðagreiðslur um frumvörp og þingsályktunartillögur og hafa 19 frumvörp þegar verið samþykkt sem lög. Alls eru 55 mál á dagskrá þessa þingfundar. Samþykkja hefur þurft afbrigði frá þingsköpum þar sem of stutt er liðið frá síðustu umræðu um málin, en hún fór fram fyrr í dag. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Nýr þingfundur hófst á Alþingi nú um klukkan 18.20 þar sem ætlunin er að taka fjölmörg frumvörp til þriðju og síðustu umræðu og þingsályktunartillögur til seinni umræðu svo hægt verði að fresta þingfundum fram yfir kosningar. Hins vegar hófust miklar deilur við upphaf fundarins undir liðnum störf þingsins vegna svars fjármálaráðherra við fyrirpspurn um þróun barnabóta á síðustu árum.Stjórnarandstæðingar héldu því fram að tölurnar sýndu að framsóknarmenn hefðu svikið kosningaloforð sín en það hefði aðeins verið í fyrra og í ár sem auknir fjármunir hefðu verið lagðir til barnabóta. Árin þar á undan allt frá 1995 hefðu barnabætur hins vegar minnkað miðað við fast verðlag ársins 2005. Var stjórnin sökuð um að taka peninga frá barnafjölskyldum og færa þá þeim sem mestar tekjurnar hefðu.Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra benti hins vegar á að ákvarðanir um hækkun barnabóta hefði verið tekin fyrir tveimur árum og þá hefði verið ákveðið að greiða barnabætur til 18 ára aldurs. Sagði Árni enn fremur að kaupmáttur hópanna sem um ræddi hefði batnað stórkostlega. Því hefðu stjórnarandstöðuþingmenn ekki fagnað. Þeir sæju ekki hvað hefði verið gert á undanförnum árum vegna þess að þeir vildu það ekki.Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði hins vegar að fjármálaráðherra hefði ekki minnst á að það væru ekki allir sem fengju barnabætur til 18 ára aldurs barna og þá benti hún á að barnabætur byrjuðu að skerðast hjá einstæðum mæðrum við 90 þúsund króna markið. Ísland væri eitt þriggja ríkja innan OECD sem væri með tekjutengdar barnabætur.Í kjölfar umræðunnar hófust svo atkvæðagreiðslur um frumvörp og þingsályktunartillögur og hafa 19 frumvörp þegar verið samþykkt sem lög. Alls eru 55 mál á dagskrá þessa þingfundar. Samþykkja hefur þurft afbrigði frá þingsköpum þar sem of stutt er liðið frá síðustu umræðu um málin, en hún fór fram fyrr í dag.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira