Innlent

Mokveiðist í Þingvallavatni

Þrátt fyrir að veiðin í laxám víða um land hafi verið dræm vegna sumarblíðunnar undanfarnar vikur, þá mokveiðist í þingvallavatni. Nokkrir ákafir veiðimenn á öllum aldri voru þar fyrir skömmu.



Þingvallavatn hefur lengi verið vinsæll veiðistaður. Nýverið var byggð bryggja við þingvallavatn í Vatnskoti fyrir fatlaða. Unnur S. Vestmann var við veiðar þegar fréttastofu bar að garði. Hún hefur litla sem enga sjón og gengur við hvítan staf. Hún segist í fyrsta sinn geta veitt við vatnið eftir að bryggjan var sett upp. Barnabarn Unnar, Vilhelm Mikael þriggja ára prófaði að veiða í fyrsta skipti og hafði gaman að.



Þá höfðu systkinin Jónas og Margrét mokveitt upp úr vatninu, fimm murtur og einn silung. Fiskaflinn var svo grillaður í hádegismatinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×