Innlent

Hætta á skógareldum á Íslandi

Nýtt vandamál er að koma upp á Íslandi en hætta er víða á skógareldum á suðvesturlandi sökum langvarandi þurrka. Túnþökur eru víðast hvar ónýtar í borginni og í Breiðholti eru síðustu sílin að drepast í Hólmatjörn.

Hinir miklu þurrkar á suðvesturhorninu hafa valdið því að gróður er nú einstaklega viðkvæmur og mikil hætta getur skapast ef fólk fer óvarlega með eld. Slökkvilið barðist við sinuelda í gær við Grundartanga.

Trausti Jónsson veðurfræðingur telur að það sé í fyrsta sinn full ástæða til að vara fólk sérstaklega við hættunni af skógareldum eins og gert er í nágrannalöndum okkar. Slíkir eru þurrkarnir.

Þeir sem hafa lagt túnþökur í borginni og víðar á suð vestur horninu hafa horft á grasið brenna og drepast með tilheyrandi tjóni. Skemmdir eru líka víða á gróðri þar sem ekki hefur verið vökvað nærri daglega.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×