Innlent

Hraðamælt úr þyrlu um helgina

Viðbúnaður er hjá lögreglu og björgunarsveitum vegna einnar stærstu ferðahelgar sumarsins, sem nú er að ganga í garð. Þyrla verður notuð til að mæla umferðarhraðann á fjölförnustu leiðum.

Lögreglumenn munu fljúga með þyrlu Landhelgisgæslunnar og hraðamæla úr lofti. Verði einhver uppvís af hraðaakstri geta lögreglumennirnir annað hvort látið félaga sína á jörðu niðri vita og þeir stöðvað bílana eða lent fyrir framan bílana sjálfir og sektað þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×