Innlent

Segja borgina brjóta lög

Stjórnarformaður Gámaþjónustunnar segir óeðlilegt að tunnu­gjaldið leggist beint ofan á fasteignagjald og borgin sleppi þannig við að greiða virðisaukaskatt.
Stjórnarformaður Gámaþjónustunnar segir óeðlilegt að tunnu­gjaldið leggist beint ofan á fasteignagjald og borgin sleppi þannig við að greiða virðisaukaskatt. MYND/GVA

„Okkur finnst óeðlilegt að borgin komi inn á markaðinn og ætli sér ekki að lúta sömu reglum og aðrir,“ segir Elías Ólafsson, stjórnarformaður Gámaþjónustunnar. Reykjavíkurborg selur nú sérstakar bláar ruslatunnur undir pappír. Gámaþjónustan hefur boðið til leigu tunnu sem meðal annars þjónar sama tilgangi.

Elías segir borgina innheimta gjaldið fyrir tunnuna beint gegnum fasteignagjaldið, og sleppa þannig við að greiða virðisaukaskatt. „Þannig hafa þeir tuttugu prósenta forskot á aðra á markaðnum þegar kemur að verðlagningu.“ Forsvarsmenn Gámaþjónustunnar telja líklegt að fyrirkomulagið brjóti gegn samkeppnislöggjöf og hafa leitað á náðir lögfræðinga til að fá úr skorið um réttarstöðu fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×