Innlent

Grunnskólabörn komin í umferðina

Gætum okkar í umferðinni.
Gætum okkar í umferðinni.

Grunnskólanemendur hefja nám í þessari viku. Þá þyngist umferðin og ungir krakkar verða áberandi á meðal vegfarenda. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill því brýna fyrir fólki að huga að öryggi barna á leið í skóla. Sérstaklega þeirra sem yngri eru.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir: „Aldrei er of mikið gert af því að fræða yngstu vegfarendurna um hvernig öryggi þeirra er best tryggt á leið þeirra til skóla. Skilaboðin þurfa þó að vera í takt við mismunandi ferðamáta þeirra. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur tekið saman leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn skólabarna um hvernig best sé að undirbúa þau fyrir þátttöku í umferðinni. Með þessu vonast félagið til að hægt sé að koma í veg fyrir slys á skólabörnum í umferðinni."

Slysavarnarfélagið segir að með markvissum aðgerðum, svo sem lækkun hámarkshraða í íbúðarhverfum og aukinni fræðslu, hafi tekist að fækka umferðaslysum á börnum á undanförnum árum.

Ef smellt er á hlekkinn hér að neðan má sjá leiðbeiningar fyrir foreldra um hvað hafa ber í huga varðandi ferðir barna til og frá skóla. Leiðbeiningarnar má einnig finna á vefsíðunni www.landsbjorg.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×