Innlent

Bíða fregna af Kambi á Flateyri

Íbúar Flateyrar bíða nú milli vonar og ótta nánari fregna varðandi framtíð atvinnulífs í bænum, sem væntanlega verður greint frá á starfsmannafundi hjá útverðarfélaginu Kambi síðar í dag.

Kambur er langstærsti vinnuveitandi á Flateyri, gerir út fimm báta, þar af tvo stóra línubáta, og rekur umsvifamikla fiskvinnslu í landi. Um það bil 120 manns vinna hjá fyrirtækinu, að lang mestu leyti Pólverjar og svo er hópur Taílendinga.

Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir engu breyta hvaðan fólkið sé, þetta séu íbúar bæjarfélagsins. Það sé alvarlegt áfall fyrir atvinnulífið á svæðinu ef kvótinn verði seldur burt og bæjarsjóður hafi ekki bolmagn til að kaupa hann. Helsta vonin sé að fjársterkir einstaklingar á svæðinu kaupi sem mest af honum líkt og gerðist í Bolungarvík nýverið.

Hinrik Kristinsson, forstjóri Kambs, sem er fæddur og uppalinn Flateyringur, sagðist í morgun ekkert vilja tjá sig við fjölmiðla fyrr en eftir fund með starfsmönnum Kambs sem hefst klukakn hálf þrjú í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×