Innlent

Mikill áhugi á þróunarstarfi

MYND/ÞSSÍ

Tæplega tvö hundruð umsóknir frá ungu háskólafólki bárust um starfsþjálfun á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Umsóknarfrestur um fimm mánaða starfsþjálfun rann út um síðustu mánaðamót en boðið er upp á þjálfun fyrir fimm einstaklinga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.

Um er að ræða starfsþjálfun í fimm af sex samstarfslöndunum stofnunarinnar. Malaví, Mósambík, Namibíu, Níkaragva og Úganda. Í fyrra var einnig boðið upp á starfsþjálfun í Sri Lanka en ákveðið var að hætta við það í ár sökum átakanna þar.

Þá kemur ennfremur fram í tilkynningunni að fjöldi umsókna í ár sé svipaður og í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×