Innlent

Óheilladagur á Suðurlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vörubíll valt við Eyrabakkaveg, skammt frá Litla-Hrauni, þegar verið var að sturta möl um tvöleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi var ökumaður fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi með minniháttar meiðsl.

Þá valt grafa við Búrfellsveg rétt fyrir tvö í dag. Að sögn lögreglu hlaut gröfumaður lítils háttar meiðsl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×