Innlent

ÍTR leggur til að starfsmenn frístundaheimila fái greiddar álagsgreiðslur

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna
Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna MYND/365

Á fundi Íþrótta og tómstundaráðs í dag var samþykkt samhljóða tillaga, til samráðshóps borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði, um að kanna möguleika á því að bregðast við manneklu á frístundaheimilum í Reykjavík með sérstökum álagsgreiðslum til starfsmanna.

Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi segir tillöguna svipaða þeirri sem samþykkt var í leikskólaráði á miðvikudag síðastliðinn. Hún felst í því að nýta þær fjárheimildir sem til eru innan rammans í álagsgreiðslur til starfsmanna sem búa við erfiðar aðstæður vegna manneklunnar.

"Þegar mannskap vantar í stöðugildi sem búið er að gera ráð fyrir safnast upp fjármunir. Í stað þess að þeir falli niður eða færist yfir á næsta ár er hægt að nýta þá til að greiða starfsfólki álagsgreiðslur þar til úr leysist, " segir Svandís.

Svandís á von á því að samráðshópurinn taki afstöðu til tillögunnar von bráðar enda ríður á að leysa vandann sem allra fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×